Vilhjálmur prins, hertogi af Cambridge, er hættur í hernum. Konungshöllinn tilkynnti þetta í dag, samkvæmt frásögn Telegraph .

Vilhjálmur var flugmaður hjá þyrlusveit hersins. Þar hefur hann nú lokið skyldu sinni og ætlar ekki að flytja sig í aðrar deildir hersins. Telegraph segir að þetta þýði að prinsinn geti sinnt frekari skyldum konungsfjölskyldunnar.

Heimildir innan hirðarinnar herma að hann verði samt ekki í fullu starfi fyrir hirðina. Hann muni verja næsta árinu í að uppgötva hvað hann vill gera. Á meðal þess sem hann færi hugsanlega að gera væri að vinna sjálfboðaliðastörf í fullu starfi.