*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Fólk 25. maí 2020 09:15

Vilhjálmur Þór ráðinn til 300Brains

Alþjóðlega fyrirtækið 300Brains, sem sérhæfir sig í útvistun á forritunarvinnu og Fintech, hefur stofnað dótturfélag á Íslandi.

Ritstjórn
Vilhjálmur Þór Gunnarsson, nýráðinn framkvæmdarstjóri 300Brains ehf.

Vilhjálmur Þór Gunnarsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdarstjóra 300Brains ehf., dótturfélags alþjóðlega fyrirtækisins 300Brains sem sérhæfir sig í útvistun á forritunarvinnu, Fintech og viðskiptaráðgjöf. 

Íslenska dótturfélagið mun sjá um alla starfsemi 300Brains á Norðurlöndunum. “Það er gríðarlega spennandi að sjá erlenda aðila fjárfesta á Íslandi á þessum erfiðu tímum. Mörg íslensk fyrirtæki eru farin að úthýsa forritunarvinnu sem þýðir að gjaldeyrir fer beint úr landinu,“ segir Vilhjálmur í fréttatilkynningu fyrirtækisins. 

„Að 300Brains séu að stofna dótturfélag á Íslandi er ekki bara verið að auka þjónustustig heldur er verið að koma með pening inn til landsins og skapa atvinnu.”