Aflandsfélag Vilhjálms Þorsteinssonar sem hann greindi frá í pistli á vef eyjunnar hefur átt að fullu félög í  Gu­erns­ey og á Kýp­ur, Aðilar fra Tortóla, Belize og Sviss hafa átt sæti í stjórn félagsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Morgunblaðið greinir einnig frá því að félag hans virðist hafa verið, framan af, skattfrjálst að mestu. Vilhjálmur skrifaði í pistli sínum á eyjunni að skattalegt hagræði hefði ekki verið ástæða aflandsfélagsins heldur vegna ókosta krónunnar sem gjaldmiðlis. Fé­lagið var með krónu sem upp­gjörs­mynt þar til í árs­byrj­un 2014.