Sænska leigufélagið Heimstaden Bostad, sem nýlega hefur tilkynnt að það ætli að minnka verulega við sig á Íslandi, vill hækka leiguverð sex þúsund íbúða í Malmö um 2%.

Félagið hækkaði leiguverð í bænum um 5% fyrir einungis fimm mánuðum síðan, en venjulega er samið einu sinni á ári um leiguverð í Svíþjóð.

Christian Fladeland, forstjóri Heimstaden, sagði í viðtali nú á dögunum að leigutakar hefðu notið góðs af lágum kostnaði á undanförnum árum.

Hann segir eðlilegt að leigjendur greiði nú hærri leigu og taki þar með þátt í að greiða fyrir aukinn fjármagnskostnað í kjölfar vaxtahækkana.