*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 11. maí 2013 10:59

Vilja 366 milljónir í miskabætur vegna Stíms

Slitastjórn Glitnis hefur stefnt fimm einstaklingum vegna láns sem veitt var til félagsins Stíms í janúar 2008.

Ritstjórn
Lárus Welding
Aðrir ljósmyndarar

Slitastjórn Glitnis krefst 366 milljóna króna í skaðabætur í máli sem höfðað hefur verið gegn fimm einstaklingum. Málið varðar lán sem félaginu Stím ehf var veitt í janúar árið 2008. Frá þessu greinir í Fréttablaðinu í dag.

Félagið Stím ehf var stofnað í nóvember 2007 og tekið til gjaldþrotaskipta í maí á síðasta ári. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins um skiptin má meðal annars sjá hluthafalista Stíms.

Þrjú þeirra sem nú er stefnt vegna félagsins eru fyrrverandi starfsmenn Glitnis, þau Lárus Welding, Guðmundur Hjaltason og Guðný Sigurðardóttir. Þremeningarnir sátu í áhættunefnd bankans. Þá stefnir slitastjórnin einnig þeim Jakobi Valgeiri Flosasyni og Þórleifi Stefáni Björnssyni en báðir sátu þeir í stjórn Stíms.

Lánið sem um ræðir var 725 milljónir króna og var fjárhæðin komin í 833 milljónir í nóvember árið 2008. Þá höfðu verið greiddar rúmar 466 milljónir króna inn á lánið og varðar skaðabótamálið þær 366 milljónir sem eftir standa. Stjórnarmönnum Stíms er stefnt fyrir að hafa ekki gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta þegar það var orðið ógjaldfært og Glitnisfólki er stefnt fyrir þá ákvörðun að veita lánið.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is