Kröfur í þrotabú Iceland Ex­press, sem nú heitir IEMI, nema 1,3 milljörðum króna. Hæstu kröfurnar eru frá tékkneska flugfélaginu Holidays Czech Air­lines upp á um 600 milljónir króna. Flugfélagið leigði Icelandair Ex­press tvær Airbus A320 ­farþega­flugvélar í kjölfar þess að breska flugfélagið Astraeus, sem hafði gert það áður, fór í slitameðferð í nóvember árið 2011.

Tugir hafa jafnframt gert kröfu í búið, bæði fólk og fyrirtæki. Auk þessa hafa upp á síðkastið borist nokkrar lágar erlendar kröfur sem hugsanlega komast að í kröfuröðina.

Ástráður Haraldsson, skiptastjóri þrotabús Iceland Express, segir ekki búið að taka afstöðu til allra krafna. „Það var ekki ljóst framan af hvort eitthvað myndi koma upp í þær. En nú er ljóst að það verður eitthvað. Það er auðvitað ekki ljóst hversu mikið,“ segir hann.

Gjaldþrota í fyrra

Iceland Express hafði háð harða samkeppni á lággjaldaflugmark­ aði við Wow air, sem Skúli Mogen­ sen stofnaði árið 2012. Um haust­ ið sama ár tók Wow air yfir allan rekstur Iceland Express auk leið­arkerfis, vörumerkis og viðskiptavildar. Í kjölfarið var samningum við Holidays Czech Airlines rift og leiguþotunum skilað. Punktur var settur aftan við sögu Iceland Express þegar óskað var eftir skiptum á félaginu í mars í fyrra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .