Stórverslunarkeðjan Selfridges hefur verið sett í söluferli en talið er að kaupverðið geti numið allt að 4 milljörðum króna punda, eða um 700 milljörðum króna. Kaupverðið er sagt endurspegla virði fasteignasafnsins fremur en arðbærni verslananna, að því er kemur fram í frétt Skynews .

Söluráðgjafinn Creidt Suisse vonast til að ganga frá sölunni fyrir árslok eftir að hafa átt í viðræðum við áhugasama aðila, sem þó eru sagðir fáir á þessum tímapunkti.

Selfridges starfrækir 25 stórverslanir víðs vegar um heiminn en flaggskip keðjunnar er á Oxford stræti í Lundúnum. Fyrirtækið á einnig stórverslanir undir merkjum Brown Thomas og Arnotts í Írlandi. Hið 113 ára fyrirtæki fór ekki varhluta af Covid faraldrinum og sagði upp 14% af vinnuafli sínu í fyrra eða alls um 450 störf.

Selfridges hefur verið í eigu kanadísku Weston fjölskyldunnar frá árinu 2003. Fjölskyldan er einnig meirihlutaeigandi Associated British Foods, móðurfélags fataverslunarkeðjunnar Primark.