BAA, rekstraraðili og eigandi Heathrow-flugvallar í London, gæti neyðst til að selja þessa helstu eign sína. Flugmálayfirvöld í Bretlandi hafa slegist í hóp þeirra sem eru með þá skoðun, og sögðu í gær að tímabært væri að spyrja að því meiri samkeppni á markaðnum yrði neytendum til heilla. Telegraph segir frá þessu í dag.

Auk Heathrow á BAA flugvellina við Gatwick og Stansted, en flugmálayfirvöld telja að þröngt eignarhald flugvöllum umhverfis London hamli samkeppni.

Fjárfestingafélagið Ferrovial er eigandi BAA, en félagið gæti hreinlega neyðst til að selja einhverja af flugvöllum sínum eftir athugasemdir Samkeppniseftirlitsins þar í landi.

BAA hafa sagt að regluverkog rekstrarumhverfi séu þeir þættir sem hamli fyrst og fremst samkeppni á flugvallamarkaðnum. Einnig hafa forsvarsmenn BAA bent á að Heathrow sé að ákveðnu leyti frábrugðinn hinum flugvöllunum umhverfis London og sé því ekki að keppa við þá.