ÞIngflokkur Bjartrar framtíðar dreifði á Alþingi í gær frumvarpi um breytingu á lögum um húsaleigubætur. Frumvarpið felur í sér að stúdentar sem leigja saman á almennum markaði njóti sömu kjara og þeir sem fá sérstakar stúdentaíbúðir. Enn á eftir að mæla fyrir málinu á Alþingi og liggur ekki fyrir hvenær það fer á dagskrá.

Í frumvarpinu segir m.a. að húsnæðisvandi námsmanna á framhalds- og háskólastigi sé verulegur og námsgarða skortir. Í ljósi þess að ekki sé nægilegt framboð af heimavist eða námsgörðum og fjölmargir námsmenn geti því ekki nýtt sér slíkt búsetuúrræði er lagt til að aðstæður stúdenta verði jafnaðar og þeir njóti sama stuðnings hvort sem þeir leigja á námsgörðum eða á almennum markaði.