*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 19. febrúar 2018 11:14

Vilja að bindiskyldan sé rýmkuð

Greiningardeild Arion telur efnahagsleg rök ekki styðja bindiskyldu á skráð fyrirtækjaskuldabréf.

Ritstjórn
Seðlabanki Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Greiningardeild Arion banka segir að bindiskylda á erlenda fjárfesta eigi að vera rýmkuð í nýrri greiningu sinni. Deildin telur efnahagsleg rök ekki styðja bindiskyldu á skráð fyrirtækjaskuldabréf og að rökin séu heldur ekki nægjanlega sterk fyrir eins stífa bindiskyldu á ríkisbréf eins og nú er.

Í greiningunni segist greiningardeildin þó sýna því skilning að til staðar séu stýritæki til að koma í vegfyrir gengisfalli krónunnar en ætlast þó jafnframt til þess að þeir sem halda utan um stjórntæki hennar sýni leikskilning og dragi úr henni eða afnemi þegar tilefni er til.

Með bindiskyldunni hafi verið brugðist við fjárfestingum útlendinga í íslenskum ríkisskuldabréfum mánuðina fyrir setningu bindiskyldunnar. En á þeim tíma gáfu, kaup erlendra aðila á íslenskum ríkisskuldabréfum, til kynna heilmikinn áhuga á vaxtamunarviðskiptum með íslensk ríkisskuldabréf.

Hins vegar að vaxandi fjárfestingar útlendinga í skráðum hlutabréfum og nýlegur lánasamningur leigufélags við bandarískan fjárfestingarsjóð gefi sterklega til kynna að nú sé svo komið að erlendir fjárfestar myndu gjarnan vilja fjárfesta í skráðum langtíma skuldabréfum íslenskra fyrirtækja í krónum, væri ekki bindiskyldan til staðar. „Við efumst hins vegar um að íslensk fyrirtækjaskuldabréf séu sérstakur segull fyrir skammtíma vaxtamunarviðskipti,“ segir í greiningunni.