Fulltrúar Sjálfstæðisflokks menningar- og ferðamálaráði borgarinnar lögðu fram tillögu á síðasta fundi að sú ákvörðun um að styrkja ekki RIFF heldur aðra yrði endurskoðuð. Þeir telja samkeppnisstöðu Bíó Paradísar óeðlilega í ljósti þeirra styrkja sem félagið fær frá hinu opinbera þar sem það er að hluta til í samkeppni við einkaaðila. Tillaga þeirra var felld í ráðinu.

Í tilkynningu frá flokknum er haft eftir borgarfulltrúanum Áslaugu Friðriksdóttur að fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í ráðinu finnist illa farið með samstarfsaðila til margra ára.

„Ákvörðun meirihlutans í þessu máli ekki nógu vel ígrunduð, fjárfest hefur verið í hátíðinni síðastliðin 10 ár en samt er ákveðið að styrkja nýja hátíð sem aldrei hefur verið haldin mjög ríflega eða um 8 milljónir króna, ég veit ekki um nein fordæmi fyrir slíkum fjárhæðum í styrki þegar hugmyndir eru á byrjunarstigi eins og hin nýja hátíð er,"  segir hún.