Stjórnendur Eimskips horfa til þess að skipafélagið vaxi með stórum yfirtökum. Það mun skila félaginu hagnaði, að sögn Richard Winston Mark d'Abo, stjórnarformanni Eimskips.

D'Abo situr í stjórn Eimskips fyrir hönd bandaríska fjárfestingarfélagsins Yucaipa, sem á 25% hlut í Eimskipi. Morgunblaðið fjallar um ávarp formannsins í ársskýrslu Eimskips.

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir í samtali við blaðið að markmiðið sé að auka tekjudreifingu fyrirtækisins og að auka tekjur utan Íslands frá því sem nú er. Í dag eru tekjur frá öðrum löndum en Íslandi um helmingur af tekjum Eimskips.