Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að stefnt sé að því að í lok ársins verði búið að stofna sjálfstætt félag utan um léttlestarkerfi höfuðborgarsvæðisins.

Stefnt sé að því að verkefnið fari í svokallaða PPP-framkvæmd, en í því felst að það verði fjármagnað af einkaaðilum. Spurður hvort viðræður við fagfjárfesta séu hafnar segir Hrafnkell að verið sé að byrja þann undirbúning.

Þær forkannanir sem gerðar hafa verið í hagkvæmnisathugun bendi séu fýsilegar. Verkefnið myndi gerast miklu fyrr með utanaðkomandi fjármagni og þá sé hægt að horfa til ýmiss konar aðferðafræði.

„Menn eru í auknum mæli farnir að horfa á reiðugreiðslur sem myndu borga upp framkvæmdina á lengri tíma. Vonandi er hægt að nýta sem mest það fjármagn sem er fyrir í kerfinu til að flýta fyrir uppbyggingunni,“ segir Hrafnkell.