Í bréfi sem íslensk stjórnvöld hafa sent Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kemur fram að Ísland hafnar því að brot gegn innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins hafi átt sér stað og krefst þess að mál ESA verði látið niður falla. Sendiherra Íslands í Brussel afhenti bréf efnahags- og viðskiptaráðuneytisins þess efnis á skrifstofu ESA í dag þar sem málstaður Íslands í Icesave málinu settur fram.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir: „Í bréfinu kemur fram að allar horfur séu á því að þrotabú Landsbankans muni standa undir þorra krafna vegna innistæðna. Útgreiðslur úr búinu hefjist á næstu misserum. Einhliða aðgerðir Breta og Hollendinga hafi þó tafið fyrir. Þar sem Ísland hafi ekki brotið gegn samningsskuldbindingum með neinum hætti telji stjórnvöld að ESA geti lokið málinu, án frekari aðgerða."

Bréf ráðuneytisins má nálgast hér á ensku .