Þings­álykt­un­ar­til­laga var lögð fram á Alþingi  á fimmtudag þar sem lagt er til að ríkisstjórnin stuðli að því á alþjóðavett­vangi að komið verði á skatti á fjár­magns­hreyf­ing­ar. Fjallað er málið í Morgunblaðinu í morgun.

Þá er einnig lagt til að fjár­málaráðherra skipi starfs­hóp sem hefði það hlutverk að kanna hvort fýsliegt sé að leggja skattinn á Íslandi í byrjun árs 2017.

Flutningsmenn tillögunnar eru Ögmund­ur Jónas­son, Val­gerður Bjarna­dótt­ir, Frosti Sig­ur­jóns­son og Birgitta Jóns­dótt­ir.

Skatturinn er kenndur við James Tobin prófessor í hagfræði við Yale-háskóla sem lést árið 2002.