*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 26. janúar 2016 15:18

Vilja að ráðuneytið höggvi á hnútinn

Ríkisendurskoðun telur ósætti um starfsemi sjúkrahótels við Ármúla ótækt.

Ritstjórn
Sveinn Arason - Ríkisendurskoðandi
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ríkisendurskoðun telur það ótækt að deilur hafi staðið til nokkurra ára um starfsemi sjúkrahótels við Ármúla í Reykjavík. Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðunetið til að höggva á þá hnúta sem komnir eru á málið.

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um samninga sem gerðir hafa verið vegna starfsemi sjúkrahótels við Ármúla. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Landspítalinn hafi allt frá árinu 2011 gert margvíslegar athugasemdir við aðstöðu, aðbúnað og efndir rekstraraðila á samningunum. Sjúkratryggingar hafi talið þær tilefnislausar og stofnanirnar deilt opinberlega vegna þessa. Ríkisendurskoðun telur þetta ótækt og hvetur velferðarráðuneytið til að höggva á þá hnúta sem komnir eru á málið. Þá hvetur stofnunin ráðuneytið til að marka skýra stefnu um eðli og rekstur sjúkrahótela/sjúklingahótela og kanna hvort rétt sé að fella starfsemi þeirra undir lög um heilbrigðisþjónustu.

Sjálfbjarga sjúklingar

Deila Sjúkratrygginga og Landsspítala snýst m.a. um hjúkrun og aðhlynningu þeirra sem dvelja á sjúkrahótelinu. Sjúkratryggingar bendi á að sjúklingar eigi að vera sjálfbjarga þegar þeir innritast á hótelið. Landspítalinn og rekstraraðilar sjúkrahótelsins telji á hinn bóginn að sumir sjúklingar sem þangað komi þurfi mikla aðstoð og sérhæfða meðferð. Ríkisendurskoðun vekur athygli á að um þetta sé líka ósamræmi milli samninga Sjúkratrygginga við annars vegar rekstraraðila og hins vegar Landspítalann. Ríkisendurskoðun beinir því til Sjúkratrygginga að eyða þessu ósamræmi.

Í skýrslunni er bent á að skilgreining á sjúkrahóteli í reglugerð sé ekki í samræmi við starfsemi slíkra hótela. Einnig hafi gjaldskrá reglugerðarinnar verið óbreytt frá árinu 2010. Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að endurskoða reglugerðina

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is