Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segist vera bjartsýnn á samstarf við núverandi ríkisstjórn. Aðalfundur LÍÚ var settur í dag og mun halda áfram á morgun á Hilton Reykjavík Nordica.

Á fundinum kom fram að LÍÚ telji eðlilegt að sjómenn komi til móts við útgerðarfyrirtækin þegar kemur að veiðigjaldi og greiði þeir hluta af því.

VB Sjónvarp ræddi við Adolf.