Íslensk stjórnvöld munu biðja iðkendur Falun Gong sem var meinuð landganga og meinað að nýta tjáningarfrelsi sitt á Íslandi í júní 2002 afsökunar verði þingsályktunartillaga þingmanna úr röðum stjórnarandstöðunnar samþykkt.

Falung Gong iðkendunum var meinað að nýta sér tjáningarfrelsi sitt í tengslum við opinbera heimsókn Jiang Zemin, þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína. Samkvæmt tillögunni verður ríkisstjórninni falið að koma afsökunarbeiðninni á framfæri.

Þá ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að þeir einstaklingar sem vistaðir voru gegn vilja sínum í Njarðvíkurskóla, var vísað frá landinu eða meinað að nota gilda flugmiða í flugvélar Icelandair víða um heim umrædda daga fái viðhlítandi bætur.

Að þessari þingsályktun standa þingmenn Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata.