Lárus Welding, fyrrum forstjóri Glitnis, hefur ásamt þeim Þorsteini M. Jónssyni og Jóni Sigurðssyni, sem fóru fyrir stjórn bankans á sínum tíma, gert kröfu um að Tryggingamiðstöðin greiði málskostnað þeirra vegna málaferla slitastjórnar bankans gegn þeim, og fleirum, fyrir dómstóli í New York. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins er málið rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Þremenningarnir voru sem stjórnendur hjá Glitni með tryggingu og er deilt um hvort þeir eigi að njóta verndar hennar nú. Fréttablaðið hefur eftir Herði Felix Harðarsyni, lögmanna þremenningana að tilgangur stjórnendatrygginga af þessu tagi sé beinlínis að vernda stjórnendur fyrir málskostnaði af þessu tagi.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, staðfestir að krafa hafi verið gerð á hendur félaginu en vill ekki tjá sig frekar um málið.