Sænsk stjórnvöld íhuga nú að draga úr skattaívilnunum sem fasteignaeigendur njóta en þeir geta sparað sér allt að 30 prósent vaxtagjalda vegna fasteignalána í gegnum skattkerfið. Kemur þetta fram í Morgunpósti IFS. Fjármálaeftirlit Svíþjóðar er meðal þeirra aðila sem hafa varað við hvötum, sem leitt geta til aukinnar skuldsetningar, á sama tíma og sænsk stjórnvöld vilja reyna að draga úr skuldsetningu heimila. Stýrivextir í Svíþjóð voru lækkaðir í 0% í lok október sl. sem hefur þrýst vöxtum fasteinalána niður og þeir eru í sögulegu lágmarki.

Vextir nýrra fasteignalána í Svíþjóð hafa lækkað í 2,06% en þeir voru 2,7% fyrr á árinu. Það hefur leitt til útlánavaxtar og nýjar lántökur hafa aukist um 5,9% frá fyrra ári. Stjórnvöld telja svo mikinn vöxt ógn við fjármálastöðugleika og vilja spyrna við fótum. Svíar ætla að líta til reynslu Dana, sem hafa fetað svipaða braut síðan 2012. lækka frádráttarhlutfall vaxta af fasteignalánum í jöfnum þrepum til ársins 2019.