Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur lengi talað fyrir umbótum á fasteignamarkaði og óttast fulltrúar stofnuninarinnar að efnahagsumhverfi innan gjaldeyrishaftanna þrýsti nú fasteigniverði upp - og það jafnvel of mikið. Þetta kom fram við kynningu á skýrslu OECD um efnahagsmál á Íslandi árið 2013.

Í skýrslunni segir að mikilvægt sé að afnema ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði þegar fjármál heimilanna komast aftur í jafnvægi og draga þannig úr hvata til aukinnar skuldsetningar.

Þá kom á fundinum fram að ekki þætti ásættanlegt að Íbúðalánasjóður væri áfram rekinn með þeim hætti að taprekstur væri niðurgreiddur úr vasa skattgreiðenda. Stutt væri síðan sjóðurinn var endurfjármagnaður og allar horfur á að endurtaka þyrfi leikinn á næstunni. „Nauðsynlegt er að endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs,“ sagði í kynningu á skýrslunni.