Einkaþotumarkaðurinn verður áfram sterkur að mati Joe Lombardo, æðsta yfirmanns Gulfstream Aerospace, þrátt fyrir að harðnað hefur á dalinn í efnahagslífi heimsins.

„Bandaríska hagkerfið er í kröggum en eftirspurnin eftir einkaþotum er óbreytt,” sagði hann þegar tvöhundraðasta Gulfstream G200-einkaþota fyrirtækisins var afhent í Ísrael í dag. Hann fullyrti að rekstrarhorfur fyrirtækisins væru mjög jákvæðar.

Á tólfta hundruð þotur seldar

Gulfstream og aðrir einkaþotuframleiðendur heimsins slógu framleiðslumet í fyrra þegar þeir afhentu tæplega 1140 einkaþotur, 28% aukning frá fyrra ári.

Aldrei áður höfðu einkaþotuframleiðendur afhent meira en þúsund þotur á sama árinu.

Lombardo sagði bensínhækkanir ekki hafa gert þotusölu óleik en hins vegar ætti eftir að koma í ljós hvort að viðskiptavinir hans myndu fljúga þotum sínum sjaldnar en ella vegna þess hversu dýr bensíndropinn er orðinn.