Í nýrri greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins er settur fram gátlisti fyrir næstu ríkisstjórn en hann samanstendur af fimm atriðum.

Í fyrsta lagi þurfi að nýta svigrúm þessarar uppsveiflu til að skila meiri afgangi fyrir erfiðari tíma. Í öðru lagi þurfi að tryggja aðhald og snúa af þeirri braut að ríkisfjármál auki þenslu á góðæristímum. Í þriðja lagi þurfi að leggja áherslu á að forgangsraða og finna leiðir til að nýta betur skattfé landsmanna. Í fjórða lagi þurfi að lækka skatta en álögur á landsmenn hafa aldrei verið hærri. Í fimmta lagi þurfi að greiða niður skuldir og minnka vaxtakostnað til frambúðar.

Greiningu SA má finna í heild sinni hér.