Ráðgjafaráð Viðreisnar, sem markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, hefur sent frá sér ályktun í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp. Þar segir meðal annars að Viðreisn telur að Bjarni Benediktsson, sitjandi forsætisráðherra, og Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, geti ekki setið áfram á ráðherrastólum á meðan á rannsókn málsins stendur auk þess sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði að víkja sæti.

Í ályktuninni segir enn fremur að „vinnubrögð ráðherra Sjálfstæðisflokksins í málinu hafa ekki staðist þær kröfur sem Viðreisn gerir um vandaða starfshætti og gegnsæi. Upplýsa þarf að fullu um þá atburðarás sem leiddi til þess trúnaðarbrests sem orðinn er“.