Stjórn HS Orku sækist eftir samþykkt hluthafa til að auka hlutafé félagsins um einn miljarð króna að nafnvirði. Á stjórnin sjálf að ákveða gengi í hlutafjárútboðinu og greiðslukjör, verði tillagan samþykkt.

Tilkynnt var í dag að stjórnin hefði ákveðið að boða til hluthafafundar mánudaginn 14. desember 2009 kl. 10:00 í Eldborg í Svartsengi. Á dagskrá fundarins verða breytingar á á samþykktum félagsins þannig að fækkað verði í stjórn úr 7 mönnum í 5 og frestur til að nýta forkaupsrétt styttur úr tveimur mánuðum í einn.