Stærsti auglýsandi í heimi, Procter & Gamble, vilja stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í auglýsingabransanum.

Fyrirtækið hefur sett sér það markmið að konur leikstýri a.m.k. helmingi auglýsinga þess árið 2023. Í dag leikstýra konur aðeins 10% af auglýsingum á markaði.

P&G hafa einnig heitið því að beita sér fyrir aukna jafnrétti kynjanna í hátt settum stöðum við markaðssetningu og sköpun á auglýsingastofum, en af þessum stöðum er hlutfall kvenna aðeins 30%.

Með þessum aðgerðum sínum vonast fyrirtækið til þess að hvetja önnur fyrirtæki á markaði til að auka kynjajafnrétti.