Kjósendur í Sviss samþykktu í dag í þjóðaratkvæðagreiðslu að löggjöf landsins yrði breytt með það leiðarljósi að gera það auðveldara fyrir þriðju kynslóð innflytjenda að fá ríkisborgararétt.

Ekki er nægilegt að einstaklingur fæðist í Sviss til honum sé tryggður ríkisborgararéttur og þurfa þeir að jafnaði að bíða í 12 ár áður en hægt er að sækja um réttindi ríkisborgara. Þar að auki þurfa einstaklingar að gangast undir kostnaðarsöm próf og viðtöl hjá yfirvöldum.

Málið fékk tilskilinn meirihluta, bæði í heildarfjölda atkvæða og meirihluta í öllum 26 kantónum í Sviss. Niðurstaðan þykir ósigur fyrir hægri þjóðernissinna sem vöruðu við því að fleiri múslimar, sem telja 25% af íbúum landsins, fengju ríkisborgararétt. Eins halda andstæðingar breytinganna því fram að þær munu stuðla að „íslamsvæðingu“ landsins.