*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Erlent 2. janúar 2018 13:47

Vilja auka verslun við Rússland og Kína

Frakkar vilja efla viðskiptasamband sitt við Kína og Rússlands og skapa betra mótvægi við Bretland og Bandaríkin.

Ritstjórn
Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
epa

Frakkar leitast nú eftir því að auka viðskipti sín við Kína og Rússa til þess að verka sem mótvægi eftir að óvissa hefur aukist í viðskiptasambandi landsins við Bandaríkjamenn og Breta að því er kemur fram á vef The Wall Street Journal.

Þykir þetta til marks um að Evrópuríki séu að endurmeta tengsl sín við ríkin tvö eftir að Bretar ákváðu að ganga út úr Evrópusambandinu og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur innleitt stefnu sína um Ameríku fyrst. 

Markmiðið er að byggja upp aukin viðskipti Evrópuþjóða við Kína með viðkomu í Rússlandi en Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, fer í sína fyrstu opinberu heimsókn til Rússlands í janúar þar sem búist er við þessi mál verði rædd. 

Utanríkisviðskipti Frakka halla þó töluvert í átt til vesturs en heildarviðskipti við Bretland og Bandaríkin námu 142,8 milljörðum dala árið 2016 samanborið við 94 milljarða dala viðskipti við Kína og Rússland.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is