Í dag náðist athugasemd, sem hafði verið rituð á minnismiða, aðstoðarmanns háttsetts aðila og þingmanns breska Íhaldsflokksins á mynd, en þar stóðu skilaboðin: “Have cake & eat it“ eða það sem gæti útlagst sem að vilja bæði halda og sleppa.

Í öðrum orðum gæti þetta þýtt að Bretar vilja yfirgefa Evrópusambandið - en njóta góðs af öllu þeir sem telja gott við sambandið - til að mynda frjálst flæði fjármagns og vara innan ríkja ESB. Hins vegar hafa önnur ríki ESB ekki tekið vel í þær hugmyndir.

Ríkisstjórnin sjálf hefur þvertekið fyrir það að þetta sé afstaða ríkisstjórnarinnar. Hún hefur hins vegar verið gagnrýnd af andstæðingum vegna skorts á stefnumótunar í útgöngu úr ESB. Líklegt er að sumir af gagnrýnendum að þarna sé afstöðu ríkisstjórnarinnar lýst fullkomlega.

Aðstoðarmaðurinn sem hélt á miðanum vinnur fyrir Mark Field sem er náinn samstarfsmaður Theresu May forsætisráðherra. Hann hefur enn ekki tjáð sig um málið.

Forsætisráðherra Lúxemborgar, Xavier Bettel, er einn þeirra sem hefur tjáð sig um málið. Hann sagði að þetta væri nákvæmlega afstaða Breta í viðræðunum; Að halda og sleppa - eða fá að halda kökunni og borða hana líka - og fá svo bakarann til þess að brosa fallega til sín, en ekki það neikvæða sem fylgir ferlinu.