Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu undir samkomulag í Iðnó á fjórða tímanum í dag. Málsaðilar komu saman til að semja um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi.

Samkomulagið miðar að því að tryggja aukningu kaupmáttar til langs tíma út frá lágri verðbólgu, lægri vaxta, og stöðugs gengis íslensku krónunnar. Málsaðilar höfðu fundað fyrr í mánuðinum en þá slitnaði upp úr viðræðum hópsins.

Undirritað samkomulag stendur til ársins 2018. Hið nýja samningalíkan gerir ráð fyrir að svigrúm launabreytinga verði miðað út frá samkeppnisstöðu greinanna gagnvart öðrum helstu viðskiptalöndum og svo samið út frá því.

Kjarasamningarnir verða miðaðir við að auka kaupmátt í takt við stöðugt gengi. Einnig verða þá lífeyrisréttindi á almenna og opinbera vinnumarkaðnum jöfnuð út, og á móti kemur að opinberum starfsmönnum verður tryggð hlutdeild í launahækkunum á almennum vinnumarkaði.