Flugfélag Vestmannaeyja ehf (FV). hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefst viðurkenningar á bótaskyldu af hálfu þess. Flugfélag Vestamannaeyja var árum saman rekið í Vestamannaeyjum og flutti það fólk milli lands og eyja.

Málið snýst um það að ríkið veitti Flugfélagi Íslands ríkisstyrk til þess að sinna fluginu á meðan Flugfélag Vestmannaeyja fékk ekki styrk. Að sögn Árna Ármanns Árnason hrl., lögmanns FV, leiddi þetta á endanum til þess að FV lagði upp laupana og fór í þrot. Málið var tekið fyrir sl. miðvikudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.