Meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings eystra hefur hafnað tillögu um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Samkvæmt tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins var gert ráð fyrir gjaldið við ferðamannastaði  og að Rangárþing eystra ætt að bera kostnað af þessari gjaldtöku. Gjaldið ætti að skila sveitarfélaginu 20 milljonum króna á næsta ári.

Meirihlutinn sagði Rangárþing eystra ekki geta hafið einhliða gjaldtöku þar sem landið væri ekki í einkaeigu sveitarfélagsins. Því var lagt til að beðið yrði eftir tillögum frá ráðherra sem vinnur nú að útfærslu á náttúrupassa.