Samtök sprotafyrirtækja vilja vinna að því að skattaívilnun vegna hlutabréfa kaupa verði tekin upp aftur. Skattaívilnunin var felld úr lögum í fyrra vegna athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA.

Aðalfundur samtakanna var haldinn í morgun. Í greinargerð frá fundinum er lýst yfir ánægju með endurgreiðslu hluta rannsókna- og þróunarkostnaðar komu í fyrsta sinn til framkvæmdar í fyrra.

Alls voru endurgreiddar um 450 milljónir króna til fyrirtækja í ár. Samtökin fanga því þótt langan tíma hafi tekið að koma fyrirkomulaginu í gegn.

Á fundinum í morgun var Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika, endurkjörinn formaður. Nýir fulltrúar í stjórn eru Rakel Sölvadóttir hjá Skema og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson hjá Clara ehf.

Íris Kristín Andrésdóttir frá Gogogic og Gunnlaugur Hjartarson, Iceconsult, voru endurkjörin í stjórn ásamt þeim Jóni Ágústi Þorsteinssyni, Marorku og Perlu Björk Egilsdóttur, Saga Medica sem voru endurkjörin í varastjórn.