Hugmyndir vinstristjórnarinnar um breytingar á kvótakerfinu eru sjónhverfingar, að sögn Guðmundar Franklíns Jónssonar, formanns flokksins Hægri grænna. Hann leggur til að skoðaðar verði nýjar hugmyndir um sátt í sjávarútvegsmálum og varpar fram þeirri hugmynd að breyta strandveiða- og byggðakvótakerfinu í nýtt staðbundið dagakerfi í sjálfstætt kerfi til hliðar við hið almenna kvótakerfið.

Guðmundur Franklín skrifaði grein um málið í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Greinina má nálgast hér .