Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (e. FTC) og yfirvöld 46 ríkja hafa höfðað mál gegn Facebook þar sem félagið er sakað um að hafa notið yfirráðandi markaðsstöðu sína til þess að sporna gegn samkeppni. Svo gæti farið að Facebook yrði þvingað til þess að selja Instagram og WhatsApp eða komið í veg fyrir að Facebook geti farið í yfirtöku á ný.

Um er að ræða tvær mismunandi lögsóknir, ein á vegum FTC og ein á vegum dómsmálaráðherra New York, Letitia James. James hefur lýst því svo að Facebook hygðist annað hvort kaupa samkeppnisaðila sína eða grafa undir þeim með ráðandi stöðu sinni, að því er frétt Financial Times segir um málið.

Slíkt hegðun hafi bitnað á neytendum, til að mynda í formi færri valmöguleika og lakari persónuvernd af hálfu tæknifyrirtækja en ella. Sagt er að Facebook hafi bælt niður samkeppni til þess að nýta sér notendur og fengið milljarða með því að nýta sér persónuupplýsingarnar þeirra.

Facebook, sem hefur ávallt þverneitað fyrir áðurgreinda hegðun, er sagt vera skoða athugasemdirnar og mun fylgja því með tilkynningu fljótlega.

Facebook greiddi fimm milljarða dollara sekt vegna rannsóknar FTC á Facebook á síðasta ári þegar persónuupplýsingar milljóna notenda láku til breska fyrirtækisins Cambridge Analytica.