Hugmyndir um byggingu á hóteli við Slippinn við Reykjavíkurhöfn voru lagðar fyrir stjórnendur Faxaflóahafna fyrir um einu ári.

Egill Guðmundsson, arkitekt hjá Arkís, hefur haft milligöngu í málinu og segir að það sé enn í vinnslu, en engin ákvörðun hafi þó verið tekin um byggingu þess.

Nú væri beðið eftir niðurstöðu úr samkeppni um skipulag hafnarinnar sem væntanleg er á næstu vikum.

„Það er komið samkomulag við bandaríska hótelkeðju um reksturinn ef af verður og viljayfirlýsing er komin fyrir fjármögnun á hluta verkefnisins. Málið er komið ágætlega áleiðis og hugmyndin er að byggja 120 herbergja 4-5 stjörnu hótel fyrir neðan Slippinn við Ægisgarð. Þetta yrði öðruvísi en þau hótel sem til eru á Íslandi. Þarna yrði m.a. rými fyrir almenning á jarðhæð með opinni sundlaug. Sennilega erum við að tala um 6.000 fermetra hús.“