Fjárfestar á Selfossi vilja byggja hótel nokkru sunnan við Seljalandsfoss. Stofnað hefur verið félag utan um hótelið og hafa stofnendurnir gert bindandi kauptilboð í landsvæði nálægt fossinum. Búið er að taka tilboðinu og er verið að skipta svæðinu út úr öðrum jörðum.

Valtýr Pálsson, sem er stjórnarformaður Hótel Seljalandsfoss ehf. og annar eigandi þess ásamt Bárði Guðmundarsyni, staðfestir í samtali við Viðskiptablaðið að félagið vinni að því sem nafn þess gefur til kynna.

"Við erum komnir með bindandi kauptilboð þarna í jörð sem heitir Seljalandssel og á þarna hlutdeild í fossinum og einhverju, og erum að vonast til þess að klára þau kaup núna fyrir áramót,“ segir Valtýr. Hann tekur þó fram að undirbúningurinn sé á algjöru frumstigi og á viðkvæmu stigi. Ekki sé farið að tala við byggingaryfirvöld. Félagið hafi meðal annars verið stofnað til þess að tryggja nafnið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Íþyngjandi regluverk í byggingu húsnæðis er kostnaðarsamt og tímafrekt.
  • Lagalegar flækjur gera jarðvarmavirkjanaframkvæmdir erfiðar.
  • Vinnustaðaheimsókn í álverið á Grundartanga.
  • Umfjöllun um hönnunar- og textílfyrirtækið Scintilla.
  • Peningastefnunefnd lækkar bindiskyldu.
  • Útsvarstekjur hafa ekki hækkað í takt við væntingar.
  • Útgjöld ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum hækka verulega í meðförum þingsins.
  • Svipmynd af Kolbeini Marteinssyni, framkvæmdastjóra Athygli.
  • Bræður stofna tímarit um kraftlyftingar og bardagaíþróttir.
  • Ítarlegt viðtal við Egil Örn Jóhannsson framkvæmdastjóra Forlagsins.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um hlutdrægni höfunda Wikipediu.
  • Óðinn fjallar um rekstur álvera.