Hagtak hf. hefur áform um að byggja 59 herbergja golfhótel við Hvaleyrarbraut 30 í Hafnarfirði, skammt frá Hvaleyrarvelli. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag þar sem óskað var eftir áliti hafnarstjóra á málinu.

Lóðin er á hafnarsvæði og þarf því að gera breytingar á deiliskipulagi til að fá leyfi fyrir byggingunni, sem verður 4.412 fermetrar. „Þetta er flott svæði og það hefur enginn verið með golfhótel á höfuðborgarsvæðinu enn þá,“ segir Bergþór Jóhannsson, forstjóri Hagtaks.