Fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp til laga um breytingar á gjaldþrotalögum sem snúa því að draga úr kennitöluflakki. Lilja Mósesdóttir,  sem er einn flutningsmanna frumvarpsins, segir að frumvarpið sé nokkuð opið og hafi verið sett inn til þess að koma af stað umræðu.

Viðskiptanefnd fjallaði um kennitöluflakk nýlega en nefndin fól ríkisskattstjóra að vekja athygli þeirra ráðuneyta er málið varðar og skoða eigi sérstaklega norska löggjöf. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, að embættið hafi um langt árabil haft áhyggjur af því að hægt sé að hefja rekstur aftur og aftur undir nýjum auðkennum.

„Það eru sömu aðilarnir í samskonar rekstri en skilja eftir sig slóð gjaldþrota. Þetta hefur margvísleg slæm áhrif í viðskiptalífinu, bæði ríkið og birgjar tapa.“ Skúli Eggert segir að velta megi því fyrir sér hvort frumvarpið sem liggji fyrir þinginu gangi nógu langt. Þá telur hann að með því sé ríkisskattstjóra falið óvenjumikið vald til að meta áreiðanleika þeirra sem hyggjast stofna hlutafélag. „Starfsmönnum embættisins yrðu því látnar eftir matskenndar ákvarðanir. Það þarf nákvæmar og skýrari reglur.“

Skúli Eggert segir að lög um kennitöluflakk sé mun skýrara í Noregi en hér. „Þar eru mun afdráttarlausari reglur. Við getum velt fyrir okkur hverjar afleiðingar kennitöluflakks eigi að vera. Það er auðvitað hugsanleg skaðabótaábyrgð á stjórnendur. Einnig er hægt að svipta menn réttindum til að sitja í stjórn. Það er mun virkari leið. Það er ákvæði í norskum gjaldþrotalögum þar sem sagt er að ef aðili er uppvís að refsiverðum verknaði þá ber skiptastjóra að vekja athygli á að aðili hafi framið brot. Þá eru þeir sviptir rétti til að setja í stjórn.“

„Það er afar jákvætt að sjá þann viðsnúning sem hefur orðið á afkomu félagsins milli ára en hann skýrist fyrst og fremst af betri niðurstöðu fjármagnsliða. Afkoman nú sýnir hversu traustur undirliggjandi rekstur félagsins er. Skipti hafa selt Sirius IT og mun 3,3 milljarða söluhagnaður bókfærast á seinni hluta ársins. Skipti munu í kjölfar sölunnar greiða skuldir niður hraðar en áætlað var, alls um 8,5 milljarða króna af lánum félagsins. Skipti áttu að auki í lok júní um 16,6 milljarða króna í reiðufé, svo félagið hefur umtalsvert svigrúm til að greiða niður skuldir.“