Ríkisendurskoðun segir að endurskoða þurfi áherslu við stefnumótun á sviði atvinnu- og byggðaþróunar, markmið og forgangsröðun þurfi að vera skýr og að einfalda þurfi stuðningskerfið. Þá segir Ríkisendurskoðun að efla þurfi eftirlit með þeim sem starfa innan atvinnu- og byggðaþróunar auk þess sem ákveða þarf framtíðarhlutverk Byggðastofnunar og verkaskiptingu á milli hennar og annarra stofnana.

Ríkisendurskoðun gerði úttekt á stuðningi stjórnvalda við atvinnu- og byggðaþróun. Í skýrslu sem stofnunin skilaði frá sér kom fram að iðnaðarráðuneytið (nú atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti) hafi yfirumsjón með stærstum hluta stuðnings ríkisins á þessu sviði ásamt tveimur undirstofnunum sínum, Byggðastofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þá renni fé úr ríkissjóði til átta atvinnuþróunarfélaga vítt og breitt um landið. Ríkisendurskoðun taldi að kerfið væri flókið og að yfirsýn skorti um fjárveitingar til málaflokksins. Þá taldi stofnunin skorta skýrari stefnu á þessu sviði, samvinna aðila væri ónóg og verkaskipting óljós.

Í skýrslunni bendi Ríkisendurskoðun sex ábendingum til stjórnvalda. Stofnunin segir að nú þremur árum síðar hafi verið brugðist við með fullnægjandi hætti við tveimur þeirra en fjórar ábendingar standi eftir.