Í rúmt ár hefur legið fyrir forsætisnefnd Alþingis minnisblað þess efnis að Alþingi beri að veita Viðskiptablaðinu aðgang að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda, í málefnum Lindarhvols ehf., sem hann sendi þinginu árið 2018. Til stóð að afhenda greinargerðina í nýliðnum mánuði en ekki hefur orðið af því sökum harðra mótmæla stjórnar Lindarhvols og ríkisendurskoðanda sem telja að Sigurður hafi ekki virt lög í hvívetna við vinnu sína. Þetta kemur fram í fundargerðum forsætisnefndar og samskiptum nefndarinnar við stjórn Lindarhvols sem Viðskiptablaðið fékk afhent afrit af.

Lögfræðiálit um að afhenda beri greinargerðina

Forsaga málsins er að árið 2019 var samþykkt breyting á upplýsingalögum sem hafði það í för með sér að stjórnsýslu Alþingis var kippt undir gildissvið laganna. Í kjölfar þess freistaði Viðskiptablaðið þess að fá greinargerð Sigurðar afhenta hjá þinginu.

Rétt er að geta þess að áður hafði blaðið reynt hið sama hjá stjórnvöldum og verið gert afturreka hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) þar sem sérstakt þagnarskylduákvæði, sem gildir um starfsemi Ríkisendurskoðunar, girti fyrir það.

Lagaskrifstofa Alþingis og síðar forsætisnefnd þingsins komust að sömu niðurstöðu. Viðskiptablaðið óskaði hins vegar eftir endurákvörðun á niðurstöðunni eftir að í ljós kom að sami forstöðumaður lagaskrifstofu þingsins og hafði ritað undir ákvörðun á fyrra stigi, sat dagskrárliði sem vörðuðu forsætisnefnd sem æðra sett stjórnvald og var nefndinni innan handar.

Forsætisnefnd féllst á endurupptöku málsins í byrjun árs 2021 og réð utanaðkomandi lögmann, Flóka Ásgeirsson hjá Magna lögmönnum, til að fara yfir málið og kanna hvort Viðskiptablaðið ætti rétt á að fá aðgang að greinargerðinni. Niðurstaða Flóka lá fyrir í apríl 2021 og var á þann veg að afhenda bæri skjalið. Þó ekki í heild sinni því í því væri að finna upplýsingar sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt með vísan til fjárhagslegra upplýsinga um aðila sem þar koma fyrir.

Síðan hefur fjármálaráðuneytið átt í bréfaskriftum við forsætisnefnd þar sem því er andmælt að greinargerðin verði opinberuð.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði