Evrópusambandsþingmenn náðu saman um það seint í gærkvöldi að gripið verði til aðgerða sem muni leiða til þess að lánardrottnar banka taki á sig skell þegar bankar og fjármálafyrirtæki fara á hliðina í stað þess að skattgreiðendur verði látnir bera byrðarnar. Ríkið má hins vegar ekki leggja bönkunum til aukið eigið fé nema að undangengnu álagsprófi á viðkomandi banka eða til að koma í veg fyrir kerfishrun.

Breska dagblaðið Financial Times segir að þrátt fyrir þetta verði ekki útilokað að ríkið komi bönkunum til bjargar. Nýjar reglur þessa efnis eiga að taka gildi eftir þrjú ár, þ.e. árið 2015 en skuldabréfaeigendur að taka við byrðunum ári síðar.

Blaðið segir Evrópusambandið hafa lagt bönkunum innan aðildarríkjanna til 473 milljarða evra á síðastliðnum fimm árum.