Vinstri Grænir hafna hugmyndum um greiðslu fyrir aðgengi að náttúruperlum landsins samkvæmt ályktun á Flokksráðsfundi flokksins.

„Náttúruperlur Íslands eru sameign okkar, sem við eigum ekki að þurfa að greiða aðgangseyri að heldur eigum við öll að eiga að þeim greiðan og jafnan aðgang. Uppbygging ferðamannastaða er brýnt verkefni bæði til að bæta aðgengi að þeim en ekki síður til að verjast átroðningi, forðast skemmdir og bæta þjónustu við ferðafólk. Til þessa brýna verkefnis þarf aukið fjármagn úr sameiginlegum sjóðum og frá greininni sjálfri og metnað er kemur að hönnun og útfærslu,“ segir í ályktun flokksmanna.