Notendur Airbnb segjast hafa minni áhuga á því að gista á hótelum eftir að hafa prófað þjónustuna. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Goldman Sachs, fjárfestingarbankinn bandaríski, lét framkvæma á um 2.000 manns. Airbnb er aðeins rétt um átta ára gamalt fyrirtæki en það er þegar að valda alvarlegum usla innan gistingariðnaðarins.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þótt fólk hiki oftar en ekki við að prófa gistingu í Airbnb-skráðu húsi séu þau líklegri til að velja það fram yfir heðfbundna hótelgistingu þegar valið stendur á milli valkostanna tveggja seinna.

Þá kom einnig fram að fólk var farið að þekkja til heimagistiþjónusta á borð við Airbnb mun meira en áður fyrr. Ljóst er að viðskiptamódelið stendur undir sér og að neytendur eru almennt frekar sáttir við þessa markaðsnýjung.