Fasteignafélagið Reginn undanskilur eignir félagsins SMI ehf í tilboði sínu í fasteignafélagið Eik. Eignir í SMI eru fasteignir við Smáratorg í Kópavogi, m.a. Turninn, og fasteignir á Akureyri.

Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu í dag að af ekki sé hægt að draga aðra ályktun af því en þá að annað hvort telji Reginn vísbendingar um að kaupverð eignanna hafi verið of hátt eða að eignirnar henti ekki inn í sameinað félag. Kaupverð á fasteignum SMI var ekki gefið upp á sínum tíma.

VB.is greindi frá því í morgun að tilboð Regins í Eik fasteignafélag hljóði upp á rúma átta milljarða króna.

Greining Íslandsbanka segir ennfremur að tilboðið hafi ekki verið sett fram nema að búið sé að athuga jarðveginn ansi vel. Innan hluthafahóps Eikar, sem samanstendur að stórum hluta af lífeyrissjóðum, séu aðilar sem vilji losna út. Með kaupum Regins á Eik væri útgönguleiðin fundin.