Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur (sem áður hét Brim), hefur sent stjórn HB Granda bréf þar sem greint er frá því að hluthafi í Granda hafi lagt fram tillögu þess efnis að gert verði fjórða óháða verðmatið á Ögurvík. Megin ástæðan fyrir því sé sú að aðaleigandi ÚR er Guðmundur Kristjánsson, sem er jafnframt forstjóri HB Granda.

„Í ljósi reynslu, þekkingu og kunnáttu ÚR á minnihlutavernd, deilum hluthafa og einlægum vilja forsvarsmanna ÚR um að starfa í sátt, samlyndi og án átaka við aðra hluthafa í þeim félögum sem ÚR er hluthafi í, er það vilji ÚR að það verið ekki farið í viðskiptin með Ögurvík að þessu sinni," segir í bréfinu.

Í lokin kemur fram að ÚR telji ekki vera skynsamlegt að knýja viðskiptin í gegn eins og staðan er nú í ljósi efasemda eins af stærri hluthöfum í HB Granda.