Kosið var um það í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss hvort lengja ætti lögbundið sumarfrí úr fjórum í sex vikur en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum verður tillagan felld en þær benda til þess að um 67% hafi kosið gegn lengra sumarfríi. Niðurstaðan er mikil vonbrigði fyrir verkalýðsfélög í Sviss sem studdu lengingu sumarfrísins. Svisslendingar hafa lengi haft orð á sér fyrir að vera í senn sparsamir og íhaldssamnir og í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2002 var tillaga um að stytta vinnuvikuna úr 42 klukkutímum í 36 tíma felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.