Dómsmálayfirvöld í Bandaríkjunum óttast að samruni flugfélaganna American Airlines og US Airways valdi því að verð á flugfargjöldum og aðrar álögur hækki frá því sem nú er.

Ráðuneytið kom í gær í veg fyrir samruna flugfélaganna. Bandaríska vikuritið Time greinir frá því á vef sínum að þetta sé annað skiptið á 12 árum sem dómsmálayfirvöld komi í veg fyrir að US Airways renni saman við annað flugfélag. Fyrra skiptið var árið 2001 þegar samruni þess við United var í bígerð.