Í samtali við Túrista segir Arnar Már Magnússon, forstjóri Play að þau vilji ekki setja Play í loftið of snemma.

„COVID-19 hefur látið okkur aðeins draga andann og viljum við alls ekki fórna sterkri stöðu okkar með því að byrja of snemma. Við ætlum frekar að bíða átekta en félagið getur, eins og fram hefur komið, byrjað í haust eða jafnvel beðið fram á næsta vor ef COVID-19 leyfir ekki annað. Staða okkar gerir okkur kleyft að stjórna hvort það sé fyrr eða seinna. Við erum að meta frá degi til dags hvernig við högum þessu eins og aðrir ” segir Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, aðspurður um fyrirætlanir félagsins .

Áform Play hafa hingað til gengið út á að hefja flugrekstur í haust en segja má að horfurnar í flug- og ferðageiranum hér á landi séu tvísýnni núna en þær voru fyrir nokkrum vikum síðan.