*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Erlent 15. júní 2017 15:44

Vilja ekki sleppa stýrinu

Bandarískir neytendur virðast hræðast sjálfkeyrandi bíla.

Ritstjórn
epa

Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af bandaríska bifreiðasambandinu, treystir um 75% Bandaríkjamanna ekki sjálfkeyrandi bílum. Það sem meira er, þá hefur hræðsla við að sitja í sjálfkeyrandi bíl aukist frá síðasta ári. Jókst hræðsla aukist meðal allra kynslóða nema þúsaldarkynslóðarinnar. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg.

„Ein af stærstu hindrununum við að ná framförum á þessu sviði er hversu móttækilegir neytendur eru" sagði Elaine Chao samgönguráðherra Bandaríkjanna á ráðstefnu í síðustu viku. „Ef almenningur hefur áhyggjur af öryggi og friðhelgi þá takmarkar það getu stjórnvalda til að hjálpa við framþróun á tækninni". 

Segir Chao að flestir hafi ekki aðgang að sjálfkeyrandi bílum og geti þar af leiðandi ekki prófað þá. Hún hefur því kallað á að tæknifyrirtæki útskýri fyrir hinum almenna neytanda hvernig bílarnir virka. Hefur Chao ásamt fleiri embættismönnum talað fyrir sjálfkeyrandi bílum sem lausn til að koma í veg fyrir hundruði árekstra sem eiga sér stað á degi hverjum meðal venjulegra bifreiða. Samkvæmt gögnum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum eru dauðsföll vegna bílslysa í 94% tilvika af mannavöldum.

Mary Barra forstjóri bílaframleiðandans General Motors sagði í fyrr í vikunni að „neytendur munu einungis finnast þeir öruggir í sjálfkeyrandi bílum eftir að þeir hafi setið í þeim". Segir hún að að auðvelt sé tala um sjálfkeyrandi bíla en ef fólk hefur ekki upplifað þá af eigin skinni sé erfitt að skilja tæknina. „Þegar þú situr í bílnum og sérð tæknina sem er að baki, þá mun fólk skilja hvernig bílarnir virka."

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is